sunnudagur, apríl 23, 2006

6. jùlì:

Annad mail til mömmu medan èg bjò hjà pabba:

Hèr hefur thònokkud margt gerst. Er nàttùrulega bùin ad vinna ofsalega mikid og
fæ varla neinn tìma fyrir sjàlfa mig. En svona er nù thad. Akkùrat nùna erum
vid fà heima thvì krakkarnir eru ì 4H bùdum (4H = e-s konar skàtar held èg..).
Svo eru thau (krakkarnir) ad fara til Voss à morgun og ætla ad vera ì 2 vikur!
Thad verdur tòmlegt hèrna àn theirra.
Èg er sem betur fer bùin ad kynnast nokkrum krökkum hèdan ùr sveitinni og
stelpurnar à elliheimilinu budu mèr ì svaka party. Thad var ofsalega gaman (var
à föstudaginn) en èg var thunn ì 2 daga eftirà. Èg drakk bara kippu en pabbi
trùir mèr ekki, hann er svo viss um ad èg hafi drukkid miklu meira ùr thvì ad
èg var svo thunn. Màlid er nù reyndar ad èg gleymdi alveg ad borda og hafdi
ekki bordad ì sòlarhring - varla sofid heldur. Thà er nù varla skrìtid ad manni
lìdi illa..
Vid fengum heimsòkn frà Helgeland (sem er fylkid (held èg) thar sem
lydhàskòlinn minn er) af Reidunn og Kjell Arne og co. Mèr finnst thau svo
skemmtileg og thad var òtrùlega àhugavert ad endurupplifa "gelgjuskeidid" vid
ad tala vid dætur theirra sem eru 17 og 15 àra.
Thessa dagana er alveg rosalega heitt hèrna, a.m.k. 25 stiga hiti ì skugganum
og enn verra innandyra. Èg er gudfegin ad sofa ì kjallaranum. Thad er virkilega
òthægilegt ad vinna ì svona hita. Mèr finnst èg alltaf vera threytt og slöpp.
Èg er farin ad leggja mig kl 21 à kvöldin ef mèr gefst tækifæri til - og ì
seinasta lagi kl hàlf ellefu.
Leitt thetta med Kìsu. En èg vissi nù reyndar ad thetta hlyti ad gerast. Hùn
var nù lìka ordin thònokkud gömul...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home